Fréttir: Fyrsta æfing Íslands í dag, frétt og myndir.

Eiríkur og félagar komu til Helsinki í gær og stigu svo á svið í fyrsta skipti í dag. Samkvæmt Esctoday gekk æfingin vel og var að heyra á fólki í höllinni að atriðið væri með þeim flottustu í ár. Einnig var sagt að Eiríkur væri það góður að enginn munur heyrðist á stúdíó upptökum og lifandi flutningi. Einnig þótti blaðamanni Esctoday gítarleikararnir og trommarinn á sviðinu koma vel út. Meðfylgjandi eru myndir frá Esctoday, en þær sýna að atriðið er ekki frábrugðið atriðinu sem við fengum að sjá hér heima. Einnig hélt Eiríkur sinn fyrsta blaðamannafund í dag, við greinum frekar frá honum seinna.

IMG_5199_0

IMG_5202_0

-SÞG


Útvarpið: Bilun í útsendingartölvu

Bilun í útsendingartölvu Eurovision útvarpsins olli því að útsendig lá niðri í dag. Við byðjumst velvirðingar á þessu, en þökkum þeim fjölmörgu sem höfðu samband vegna bilunarinnar. Útsending er nú komin aftur í gang ! Endilega hlustaðu og skemmtu þér með okkur !

Við mælum með: Inför til Eurovision 2007

euro
Við mælum með þættinum inngangur að Eurovision 2007. Þar koma spekingar norðurlandanna saman og spá í Eurovisionlögin. Einsog flestir vita er Eiríkur Hauksson okkar fulltrúi í þáttunum líkt og undanfarin ár þrátt fyrir að vera keppandi, þátturinn er sýndur í kvöld kl 20:20. Þessi þáttur er sá síðasti í þáttaröðinni og í honum eru lögin sem keppa í aðalkeppninni kynnt. Fulltrúar hinna Norðurlandanna í þessum þáttum eru þau Adam Duvå Hall frá Danmörku, Per Sundnes frá Noregi, Thomas Lundin frá Finnlandi, Charlotte Perelli frá Svíþjóð, sem vann keppnina árið 1999 með laginu Take me to Your Heaven, og þáttunum stýrir Svíinn Christer Björkman.

 


Fréttir: 7 dagar í undankeppni, keppendur farnir að koma sér fyrir

Samkvæmt heimasíðunni esctoday.com eru keppendur nú óðum að koma sér fyrir í Helsinki þar sem keppnin verður haldin í ár. Ekkert hefur enn heyrst af íslensku keppendunum, heimsíðan ekkert uppfærð og engar fréttir heyrst í fjölmiðlum. Samkvæmt tímatöflu sem birt var á heimasíðu esctoday var ísland þar ekki inni en búist er við því að við hefjum æfingar á morgun og höldum einnig okkar fyrsta blaðamanna fund.

Það er óneytanlega komið Eurovision fílingur yfir þjóðina, allveganna þá sem viðurkenna að þeir fylgist með, en það er ennþá ótrúlegt hlutfall fólk sem segist EKKI horfa. Auðvitað horfa allir á Eurovision ! Við færum ykkur frekari fréttir af gangi máli úti og gerum okkar besta í því að færa ykkur fréttir og skemmta ykkur. Við minnum einnig á Eurovision útvarpið sem er komið á fulla keyrslu með öllum gömlu og góðu lögunum og einnig þeim sem keppa í ár. Þegar nær dregur verður einnig dagskrár gerð, við töl spiluð frá keppendum úti ofl. Prufaðu að stilla inn strax í dag !


Eurovisionskemmtun dagsins: Að flétta upp í Eurovision gagnagrunninum.

Já ! Við finnum alltaf eitthvað skemmtilegt að gera til þess að drepa tíman. Í dag bjóðum við upp á Eurovision gagnagrunn RÚV.ohf . Þar getur þú flétt upp ýmsum fróðleik um Eurovision, einsog segir í kynningunni á heimasíðunni: 

Vissir þú að Julio Iglesias tók þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 1970 og lenti í 4. sæti? Vissirðu að Olivia Newton-John tók þátt fyrir Bretland árið 1974 og lenti einnig í 4. sæti? Cliff Richards tók þátt tvisvar og var nálægt því að sigra í bæði skiptin. Árið 1968 lenti hann í 2. sæti og munaði aðeins einu stigi á lagi hans, Congratulations og spænska laginu La la la. Árið 1973 hafnaði hann í 3. sæti. Þennan fróðleik og meira til er hægt að finna í Eurovision gagnagrunninum.
Með því að slá inn leitarorð og velja flokk er hægt að fletta upp upplýsingum um öll lög sem tekið hafa þátt í Söngvakeppninni. Einnig er hægt að leita eftir tveimur flokkum í einu og þrengja þar með enn frekar niðurstöðurnar. Í einstökum flokkum er aðeins hægt að leita eftir ákveðnum leitarorðum. Í flokknum Flytjandi er hægt að leita eftir nafni flytjanda eins og hann var skráður í keppninni. T.d. skilar leitarstrengurinn Sigríður engum niðurstöðum en leitarstrengurinn Sigga gefur niðurstöður fyrir framlag Íslands árið 1994. Í flokknum keppni er eingöngu hægt að leita eftir leitarorðunum undan og úrslit eftir því hvort um undankeppni eða úrslit er að ræða.

 

Já, þannig er nú það, við mæum með að  þú smellir þér strax inn og skoðir þennan frábæra gagnagrunn. Það er ekki nóg með að gagnagrunnurinn hafi afþreygingarlegt gildi heldur er hann einnig mjög fræðandi, þannig að þú getur slegið um þig í Eurovison partýinu... Smelltu þér stax inn og skemmtu þér !  

 

Smellt hér til að komast á vefinn.


Eurovisionlögin 2007: Sviss talið mjög sigurstranglegt ?

Samkvæmt veðbönkum úti þá er lagið frá Sviss talið mjög sigurstanglegt. Það er europopparinn knái Dj Bobo sem er flytjandi lagsins, en Dj Bobo er þekktur Dj úti og hefur átt nokkrar sumarsmelli á diskótekum. Kappinn mætir til leiks með lag sem heitir Vampiers are alife, hér að neðan getur þú smellt á link og heyrt og séð þetta ágæta lag. Hvað finnst þér ? Er þetta að fara gera stóra hluti ? Láttu í þér heyra !

http://www.youtube.com/watch?v=9-dDxp8Cez0


Eurovisionskemmtun dagsins: Að flétta lögum upp á Youtube og sjá commentin !

Við á Escblogg leggjum til að Eurovisionskemmtun þín í dag verði að flétta upp lögum í keppninni á www.youtube.com og sjá hvað almenningur hefur að segja um þau ! T.d. er hægt að flétta upp "Eiríkur Huksson" "Valentine lost" "Ég les í lófa þínum". Það er nánast undantekninglaust hægt að finna "comment" frá fólki út í heimi. Þetta er ágæstis skemmtun og gefur manni smá jákvæðnis búst (það er að segja ef commentin eru góð ! Smile ) Hér eru nokkur brot af commentum sem við fundum:

THoiWeN (17 hours ago)
2008 iceland...12 points from Turkey..Good luck!i'll vote.
Evfa (1 day ago)
i like this song. 12 points from sweden
skogspartiet (1 day ago)
Like it. I'm sure it will be in the final on Saturday.
mammisen (1 week ago)
what a feeling.....wonderful!!!!!!!
Svona komment gefa manni sannkalla jákvæðnis búst, skelltu þér inn á Youtube og birjaðu að skemmta þér !

Útvarpið komið aftur í loftið !

Eurovision útvarpið er komið aftur í loftið eftir uppfærslu á server stöðvarinnar í nótt. Stillið inn með því að smella á linkana hér til hliðar. Hægt er að hlusta með Winamp og Windows Media Player. Við erum á msn líka, escblogg@hotmail.com !

Uppfærslur á útvarpsstöðinni

Vegna uppfærslu á búnaði sem útvarpsstöðin keyrir á mun útsendingin liggja niðri. Þetta er gert vegna gríðarlegs álags á strauminum í dag, en ekki var gert ráð fyrir traffíkinni sem skapaðist í dag. Um leið viljum við þakka fyrir frábærar viðtökur í dag ! Reiknað er með að uppfærslan taki eitthvað fram á nótt og að straumurinn verði settur í gang þegar menn koma til vinnu, milli 9 og 10 í fyrramálið.

 

Takk fyrir

Eurovisionspekúlantarnir


Fréttir: Sviðið er klárt !

preps_28-4

Sviðið í Helsinki Arena, sem er höllin þar sem keppnin fer fram, er klárt! Búist er við því að æfingar hefjist á fimmtudaginn, en þá verða allir keppendur í undankeppninn komnir til Helsinki. Einsog sérst á meðfylgjandi myndum þá er sviðið hið glæsilegasta og verður spennadi að sjá hvernig ljósin og hljóðið verða. Myndirnar eru fengnar frá eurovision.tv

preps_28-4large

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband