Færsluflokkur: Tónlist

Eurovision dó á laugardaginn, segja Svíar.

Sænskir fjölmiðlar segja frá því að Eurovision hafi dáið á laugardaginn. Svíar lenntu í 18 sæti í keppninni eftir að hafa verið spáð góðu gengi í keppninni. Svíar eru æfir út í keppnina og eru nú hræddir, líkt og við og fleiri að komast aldrei upp aftur. 

Einnig gagnrýndu þeir það að sviðsbúnaður félaganna í Ark hefði ekki virkað sem skyldi og myndvinnslan hafi ekki verið einsog þeir hafi viljað hafa hana... Já það gengur ýmislegt á !

 

........En hvað segið þið annars, ný stjórn eða ?  


Írland að hætta í Eurovision ?

Írar hugleiða nú stöðu sína í Eurovision eftir að hafa lent í fyrsta skipti í neðsta sæti. Í frétt frá RTE, sem er Írska ríkisútvarpið segir að menn hugleiði jafnvel að hætt þáttöku í Eurovision. Það yrði sannarlega sérstakt ef að sigursælasta þjóð í Eurovision frá upphafi hættir keppni. Það sýnir kannski hvaða völd V-Evrópu löndin eru að vinna sér inn. Eða hvað ?

Útsendingum Eurovision útvarpsins hætt í kvöld

Útsendingar Eurovision útvarpsins hætta í kvöld. Stöðin er búin að senda út síðastliðnar tvær vikur einungis Eurovisionlög og þætti tengda Eurovision. Síða esc.blog.is mun þó halda áfram að færa fréttir tengdar Eurovision. Við þökkum frábærar viðtökur en síðastliðnar tvær vikur var síðunni flétt 3207 sinnum sem er meira en við bjuggumst við. Takk takk og fylgist með hér á esc.blog.is. Því ef eitthvað gerist í Eurovision þá gerist það hér líka !

 


Huggulegt að hlusta á formenn flokkanna, smá útúrdúr

Hér er smá útúrdúr frá Eurovision en ég verð að koma því að það var afskaplega huggulegt og skemmtilegt að hlusta á formenn flokkana syngja, kveða vísur og segja gamansögur í umræðuþætti ríkissjónvarpsins. Svona á að gera oftar, ekki skemma þetta með hroka umræðum ofl. Þetta sýnir hversu formenn flokkanna okkar hér á landi eru í raun skemmtilegt fólk ! Meira svona !

Nánar um þetta hjá okkur

Já, þetta lag er sérstakt. Sannar kannski gildi Eurovision vitna hér í fréttina að neðan þar sem allar upplýsingar um keppnina koma fram. Áfram Eurovision !!
mbl.is Serbía vann Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Söguleg úrslit í kvöld ! Hér er stigataflan

Úrslit Eurovision í kvöld voru söguleg, Írar lentu i fyrsta skipti á botni keppninnar og heldur undirritaður að þetta sé í fyrsta skipti sem þjóð sem tekur þátt í fyrsta sinn vinni. Hér er listi yfir þau lönd sem þurfa ekki að taka þátt í undankeppninni að ári.

1Serbia268
2Ukraína235
3Rússland207
4Tyrkland
163
5Bulgaria157
6Hvítarússland
145
7Grikkland139
8Armenia138
9Ungverjalend
128
10Moldavía109

 

Austurblokkin átti keppnina að þessu sinni einsog sérst á þessu. Hér eru svo þau lönd sem þurfa að taka þátt í undankeppninni að ári auk þeirra sem náðu ekki upp og koma hugsanlega ný inn, en vitað er að Palestína mun koma inn á næsta ári.

11Bosnia Herzegovina106
12Georgia97
13Rúmenía84
14Makedónía73
15Slóvenía66
16Lettland54
17Finnland53
18Svíþjóð51
19Þýskaland (Stóru fjórar)
49
20Spánn (Stóru fjórar)
43
21Litháen28
22Frakkland (Stóru fjórar)19
23Bretland (Stóru fjórar)
19
24Írland
5

Svona lítur þetta út, Írar í fyrsta skipti í tæplega 50 ára sögu í neðsta sæti. Frekar verður spáð í þetta í þætti í Eurovision útvarpinu á morgun. Nú eru það svo kosningarnar !

 


AAAA það munaði þremur sætum á að Eiki tæki þátt á lokakvöldinu

Já! Kannski skulum við ekki bölva Eurovision svona roslega, það munaði 3 sætum á að ísland næði inn í 10 efstu löndin í undanúrslitunum á fimmtudag. Það munaði 14 stigum á því að við næðum inn. Hér gefur að líta stigatöfluna frá fimmtudeginum.

  
1Serbia298
2Ungverjaland
224
3Tyrkland197
4Hvítarússland176
5Lettland168
6Bulgaria146
7Slovenia140
8Georgia123
9Makedónía
97
10Moldóva91
11Portugal88
12Andorra80
13Ísland77
14Poland75
15Kýpur65
16Króatía
54
17Albania49
18Noregur48
19Danmörk45
20Sviss40
21Holland38
22Eistland33
23Svartfjallaland33
24Israel17
25Malta15
26Belgía14
27Austurríki4
28Tékkland1


Þannig fór um sjóferð þá ! Serbía vann

Serbía vann. Ekkert meira um það að segja. Ég spyr er rafmagn í Serbíu ? NEI þetta er fordómar, skamm skamm ! Til hamingju Serbia

Ég ét hattinn minn !

Þetta lítur ílla út ! Hvað er í gangi... sjáið þið Eurovision fyrir ykkur í SERBÍU !!! ómæ ómæ ! Og Ukraína var ekki einusinni tónlist ! Hvert er Eurovision að fara !

Lettland eða Finnland munu vinna !

Spá okkar hér á Eurovision vefnum er sú að Finnland eða Lettland munu vinna. Það voru okkar atriði í þessari keppni. Sem var gaman að horfa á þrátt fyrir Eiríksleysið ! Nú tekur við hin hefðbundna og skemmtilega atkvæðagreiðsla. Reykjavík calling... Iceland 12 points... eða einhvernvegin þannig !

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband