Já ! Við finnum alltaf eitthvað skemmtilegt að gera til þess að drepa tíman. Í dag bjóðum við upp á Eurovision gagnagrunn RÚV.ohf . Þar getur þú flétt upp ýmsum fróðleik um Eurovision, einsog segir í kynningunni á heimasíðunni:
Vissir þú að Julio Iglesias tók þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 1970 og lenti í 4. sæti? Vissirðu að Olivia Newton-John tók þátt fyrir Bretland árið 1974 og lenti einnig í 4. sæti? Cliff Richards tók þátt tvisvar og var nálægt því að sigra í bæði skiptin. Árið 1968 lenti hann í 2. sæti og munaði aðeins einu stigi á lagi hans, Congratulations og spænska laginu La la la. Árið 1973 hafnaði hann í 3. sæti. Þennan fróðleik og meira til er hægt að finna í Eurovision gagnagrunninum.
Með því að slá inn leitarorð og velja flokk er hægt að fletta upp upplýsingum um öll lög sem tekið hafa þátt í Söngvakeppninni. Einnig er hægt að leita eftir tveimur flokkum í einu og þrengja þar með enn frekar niðurstöðurnar. Í einstökum flokkum er aðeins hægt að leita eftir ákveðnum leitarorðum. Í flokknum Flytjandi er hægt að leita eftir nafni flytjanda eins og hann var skráður í keppninni. T.d. skilar leitarstrengurinn Sigríður engum niðurstöðum en leitarstrengurinn Sigga gefur niðurstöður fyrir framlag Íslands árið 1994. Í flokknum keppni er eingöngu hægt að leita eftir leitarorðunum undan og úrslit eftir því hvort um undankeppni eða úrslit er að ræða.
Já, þannig er nú það, við mæum með að þú smellir þér strax inn og skoðir þennan frábæra gagnagrunn. Það er ekki nóg með að gagnagrunnurinn hafi afþreygingarlegt gildi heldur er hann einnig mjög fræðandi, þannig að þú getur slegið um þig í Eurovison partýinu... Smelltu þér stax inn og skemmtu þér !
Smellt hér til að komast á vefinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.