Fréttir: 7 dagar í undankeppni, keppendur farnir að koma sér fyrir

Samkvæmt heimasíðunni esctoday.com eru keppendur nú óðum að koma sér fyrir í Helsinki þar sem keppnin verður haldin í ár. Ekkert hefur enn heyrst af íslensku keppendunum, heimsíðan ekkert uppfærð og engar fréttir heyrst í fjölmiðlum. Samkvæmt tímatöflu sem birt var á heimasíðu esctoday var ísland þar ekki inni en búist er við því að við hefjum æfingar á morgun og höldum einnig okkar fyrsta blaðamanna fund.

Það er óneytanlega komið Eurovision fílingur yfir þjóðina, allveganna þá sem viðurkenna að þeir fylgist með, en það er ennþá ótrúlegt hlutfall fólk sem segist EKKI horfa. Auðvitað horfa allir á Eurovision ! Við færum ykkur frekari fréttir af gangi máli úti og gerum okkar besta í því að færa ykkur fréttir og skemmta ykkur. Við minnum einnig á Eurovision útvarpið sem er komið á fulla keyrslu með öllum gömlu og góðu lögunum og einnig þeim sem keppa í ár. Þegar nær dregur verður einnig dagskrár gerð, við töl spiluð frá keppendum úti ofl. Prufaðu að stilla inn strax í dag !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband