Við mælum með: Inför til Eurovision 2007

euro
Við mælum með þættinum inngangur að Eurovision 2007. Þar koma spekingar norðurlandanna saman og spá í Eurovisionlögin. Einsog flestir vita er Eiríkur Hauksson okkar fulltrúi í þáttunum líkt og undanfarin ár þrátt fyrir að vera keppandi, þátturinn er sýndur í kvöld kl 20:20. Þessi þáttur er sá síðasti í þáttaröðinni og í honum eru lögin sem keppa í aðalkeppninni kynnt. Fulltrúar hinna Norðurlandanna í þessum þáttum eru þau Adam Duvå Hall frá Danmörku, Per Sundnes frá Noregi, Thomas Lundin frá Finnlandi, Charlotte Perelli frá Svíþjóð, sem vann keppnina árið 1999 með laginu Take me to Your Heaven, og þáttunum stýrir Svíinn Christer Björkman.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband