Fréttir: Fyrsta æfing Íslands í dag, frétt og myndir.

Eiríkur og félagar komu til Helsinki í gær og stigu svo á svið í fyrsta skipti í dag. Samkvæmt Esctoday gekk æfingin vel og var að heyra á fólki í höllinni að atriðið væri með þeim flottustu í ár. Einnig var sagt að Eiríkur væri það góður að enginn munur heyrðist á stúdíó upptökum og lifandi flutningi. Einnig þótti blaðamanni Esctoday gítarleikararnir og trommarinn á sviðinu koma vel út. Meðfylgjandi eru myndir frá Esctoday, en þær sýna að atriðið er ekki frábrugðið atriðinu sem við fengum að sjá hér heima. Einnig hélt Eiríkur sinn fyrsta blaðamannafund í dag, við greinum frekar frá honum seinna.

IMG_5199_0

IMG_5202_0

-SÞG


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband