5.5.2007 | 21:01
Fyrsti blaðamannafundurinn var í dag !
Ásamt fyrstu æfingu Eiríks og félaga var haldinn blaðamannafundur í dag. Eiríkur, Sveinn Rúnar, Peter Fennig og Haukur Hauksson framkvæmdastjóri hópsins sátu fyrir svörum. Eiríkur var spurður um fyrrum afrek í keppninni 1986 og 1991. Einnig var hann beðin um að útskýra hvaða meiningu textinn við lagið hefði fyrir hann, hann útskýrði að textinn væri um listamann sem væri ekki upp á sitt besta og liði ekki vel. Hann sagðist hafa verið í sömu sporum fyrir nokkrum árum þannig að textinn hefði talsverða meiningu fyrir hann. Eiríkur var eins og hann er alltaf, töff en jafnframt hlýr og notalegaur og sló á létta strengi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.