9.5.2007 | 13:20
Fréttir: Ukraína talin sigurstanglegust !
Flestir spá Úkraínu sigri í Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. Lagið þykir ekki það besta en dragdrottningin sem það syngur nær athygli allra.
Flestir kunna að raula lagið þeirra Dancing Lasha Tumbai og dilla sér eins og dragdrottningin í álklæðunum Verka Serduchka. Meira segja þeir sem þola ekki lagið spá því orðið sigri vegna þeirrar athygli sem það fær.
Úkraína notar sér þá arfleifð sem Íslendingar skyldu eftir með Silvíu Nótt. Fólk þolir orðið meira sprell eftir að hún gerði allt vitlaust í Grikklandi," sagði Martti Immonen, einn fremsti Evróvisjónspekingur Finna þegar hann var spurður álits á því hvaða lið væri sigurstranglegast. Hann kvaðst mjög ánægður með þær breytingar sem Silvía gerði en segir líklegt að ef jafn undarlegt lag og það úkraínska vinni nú, á eftir latex skrímslunum í Lordi, eigi einhverjum eftir að finnast sem keppnin sé komin út í of mikla vitleysu.
Flestir kunna að raula lagið þeirra Dancing Lasha Tumbai og dilla sér eins og dragdrottningin í álklæðunum Verka Serduchka. Meira segja þeir sem þola ekki lagið spá því orðið sigri vegna þeirrar athygli sem það fær.
Úkraína notar sér þá arfleifð sem Íslendingar skyldu eftir með Silvíu Nótt. Fólk þolir orðið meira sprell eftir að hún gerði allt vitlaust í Grikklandi," sagði Martti Immonen, einn fremsti Evróvisjónspekingur Finna þegar hann var spurður álits á því hvaða lið væri sigurstranglegast. Hann kvaðst mjög ánægður með þær breytingar sem Silvía gerði en segir líklegt að ef jafn undarlegt lag og það úkraínska vinni nú, á eftir latex skrímslunum í Lordi, eigi einhverjum eftir að finnast sem keppnin sé komin út í of mikla vitleysu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.