9.5.2007 | 15:12
Fréttir: Eiríkur þykir kynþokkafullur !
Eins og venjulega heyrast jákvæðar og bjartsýnar fréttir af keppendum okkar í Eurovision, það er undantekning í ár. Flutningur Eiríks Haukssonar þykir hrífandi en það eru kyntöfrar hans sem helst eru til umræðu í tengslum við framlag Íslendinga.
Kynþokki Eiríks Haukssonar er mikið til umræðu meðal fjölmiðla- og áhugafólks á Evróvisjón í Helsinki. Það er alltof mikið af einhverjum píslum þarna, Íslendingurinn er eini sem geislar af alvöru karlmennsku á sviðinu. Slíkt hefur lengi vantað," varð Ninu Talmén, finnskri blaðakonu, að orði í samræðum blaðamanna og áhugamanna um keppendur í fjölmiðlahöll keppninnar. Undir þau orð tóku aðrir heilshugar undir og kinkuðu kolli til samþykkis. Ein kona lét sér það þó ekki nægja heldur æpti upp yfir sig á ensku með sænskum hreim. Já, hann er svo ótrúlega sexy."
Nú skulum við vona að Eiki verði nógu sexy fyrir Evrópu og komist áfram á morgun !
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.