Ísland er ekki bara í fýlu, heldur öll evrópa

Á Esctoday er greint frá viðtali sem Eiríkur átti við danskt dagblað. Þar segir hann að hann muni aldrei koma nálægt Eurovision aftur. Hann hefði haldið að ef lag væri nógu gott þá gæti það komist áfram og jafnvel unnið keppnina. Svo virðist ekki vera. Á Esctoday er öflugt commenta kerfi, þar virðist vera að Evrópu búar í vestri, niður við Kýpur og Möltu séu æfir út í Eurovision. Þeir vilja koma á Eurovision einsog hún var, með öllum gömlu og góðu löndunum og sleppa undankeppninni. Þar er bent á að í kvöld munu 7 gamlar sovét þjóðir, 4 frá Júgóslavíu og þessar 4 "stóru" taka þátt auk nokkurra þjóða frá vestri. Eins og sést á þessu þá nær þetta ekki nokkurri átt, og virðist vera að það sé lítill möguleiki fyrir vestrænaþjóð að komast aftur upp ef hún fellur niður. ANGER

Það verður að teljast skýringin á því að t.d. Eiríkur kvatti til þess að við kusum annaðhvort Finnland eða Svíþjóð. Þessar þjóðir eru dæmdar úr leik ef þær falla niður, allvegana er mikil hætta á því.

Þetta verður spennandi í kvöld, í dag klukka 16:00 verður þáttur í Eurovision útvarpinu þar sem farið verður yfir lögin sem keppa í kvöld og rætt um þau.

Svo skulum við bara bíða fram á næsta ár, og á meðan þaul hugsa hvernig hægt sé að gera Eurovision, einsog hún var !

Að lokum er hér slóð inn á heimasíðu Oliviu sem keppti fyrir Möltu, þar lýsir hún sínum vonbrigðum fyrir aðdáendum. http://oliviavertigo.blogspot.com/

-SÞG


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés.si

Ótrulegt er það erfitt að sætta sig við að Sovétríkin átti margar þjóðir og mörg lönd. Það sama var með Júgóslavíu.  Fortíð sem sagt hagnast frekar norðurlöndum og vesturlöndum. En satt að segja vil ég eins og flestir örðuvissi réttlætanlegt dómnefnd.

Andrés.si, 12.5.2007 kl. 12:55

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Held að við verðum bara að blása til almennilegrar ástarviku, -mánaðar eða -árs. Fjölga okkur ... við erum bara of fá á Norðurlöndunum ... eða áhugalaus um keppnina. Norrænu lögin eru stundum flott og lík smekk okkar en ekki næstum því alltaf. Mér fannst sum lögin ágæt sem komust áfram, smekkur er misjafn og erfitt að finna lag sem allir falla fyrir. Ruslönu tókst vel t.d. upp og sameinaði vestur og austur. Áhugi er greinilega meiri á Íslandi og í Austur Evrópu, við erum bara svo fá hérna. Held að við megum ekki vera tapsár og skammast ... annars fannst mér lagið hans Eiríks alveg rosalega flott og er bara búin að hlusta á það tvisvar í dag í gegnum þessa dásamlegu Evróvisjónsíðu. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.5.2007 kl. 13:05

3 Smámynd: Andrés.si

Tillaga er slæm Jón, því hver einasti riðill á að vera með jafn mörg löng.  Hvað eru mörg lönd í N Evrópu og hvað mörg aftur á móti í öðrum hornum?

Andrés.si, 12.5.2007 kl. 13:28

4 Smámynd: Eurovision

Já það er hægt að ræða þetta fram og aftur, núna klukkan 4 í dag verðum við með smá þátt um þetta allt saman, ræðum þetta fram og aftur og skoðum lögin sem keppa í kvöld. Gurrí takk fyrir hólið :)

Eurovision, 12.5.2007 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband