Eurovision dó á laugardaginn, segja Svíar.

Sænskir fjölmiðlar segja frá því að Eurovision hafi dáið á laugardaginn. Svíar lenntu í 18 sæti í keppninni eftir að hafa verið spáð góðu gengi í keppninni. Svíar eru æfir út í keppnina og eru nú hræddir, líkt og við og fleiri að komast aldrei upp aftur. 

Einnig gagnrýndu þeir það að sviðsbúnaður félaganna í Ark hefði ekki virkað sem skyldi og myndvinnslan hafi ekki verið einsog þeir hafi viljað hafa hana... Já það gengur ýmislegt á !

 

........En hvað segið þið annars, ný stjórn eða ?  


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Það er alltaf auðvelt að kenna öðrum um.

Hver er raunverulegur munur á Austur-Evrópuþjóðunum og Vestur-Evrópuþjóðunum í Eurovision?

Austur-Evrópulöndin senda sína bestu listamenn sem jafnvel eru vinsælir og þekkt nöfn í löndunum í kring.  Þetta er toppfagfólk sem er búið að vera toppnum í sínu heimalandi.

Vestur-Evrópulöndin senda alls kyns jólasveina sem komast ekki með tærnar þar sem bestu listamenn þessara þjóða hafa hælana.

Írar sköpuðu U2.  Þeir sendu hins vegar óþekkta konu með frekar slappt lag.  Þeir fengu prik fyrir írsku stemninguna en það var ekki nóg.

Bretar eru leiðandi í tónlist í heiminum.  Þeir sendu eitthvað undarlegt flugfreyjushow.

Danir og Svíar eiga fullt af öflugum tónlistarmönnum en senda einhver fríkshow í keppnina.  Við hverju búast þessar þjóðir?  Austur-Evrópulöndin voru einfaldlega með margfalt betri lög í þessari keppni heldur en Vestur-Evrópulöndin. 

Eiríkur var með gott lag en flutningurinn hans um kvöldið, sérstaklega sá hluti sem var endurtekinn aftur og aftur, var ekkert sem dró mann með sér.  Hann var samt mjög nálægt því að komast upp úr undankeppninni.  Næsta ár verður undankeppnin full af Vestur-Evrópulöndum sem klárlega eykur möguleika okkar.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 14.5.2007 kl. 18:43

2 Smámynd: Eurovision

Það er kannski nokkuð til í þessu hjá þér. Afhverju ekki Elton John eða Georg Michael í Eurovision. Mér varð nú hugsað til Bjarkar líka. Við mundum vinna keppnina ef hún færi... hvað finnsti ykkur um að Björk færi ? !

Eurovision, 14.5.2007 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband