Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2007 | 12:34
Ísland er ekki bara í fýlu, heldur öll evrópa
Á Esctoday er greint frá viðtali sem Eiríkur átti við danskt dagblað. Þar segir hann að hann muni aldrei koma nálægt Eurovision aftur. Hann hefði haldið að ef lag væri nógu gott þá gæti það komist áfram og jafnvel unnið keppnina. Svo virðist ekki vera. Á Esctoday er öflugt commenta kerfi, þar virðist vera að Evrópu búar í vestri, niður við Kýpur og Möltu séu æfir út í Eurovision. Þeir vilja koma á Eurovision einsog hún var, með öllum gömlu og góðu löndunum og sleppa undankeppninni. Þar er bent á að í kvöld munu 7 gamlar sovét þjóðir, 4 frá Júgóslavíu og þessar 4 "stóru" taka þátt auk nokkurra þjóða frá vestri. Eins og sést á þessu þá nær þetta ekki nokkurri átt, og virðist vera að það sé lítill möguleiki fyrir vestrænaþjóð að komast aftur upp ef hún fellur niður.
Það verður að teljast skýringin á því að t.d. Eiríkur kvatti til þess að við kusum annaðhvort Finnland eða Svíþjóð. Þessar þjóðir eru dæmdar úr leik ef þær falla niður, allvegana er mikil hætta á því.
Þetta verður spennandi í kvöld, í dag klukka 16:00 verður þáttur í Eurovision útvarpinu þar sem farið verður yfir lögin sem keppa í kvöld og rætt um þau.
Svo skulum við bara bíða fram á næsta ár, og á meðan þaul hugsa hvernig hægt sé að gera Eurovision, einsog hún var !
Að lokum er hér slóð inn á heimasíðu Oliviu sem keppti fyrir Möltu, þar lýsir hún sínum vonbrigðum fyrir aðdáendum. http://oliviavertigo.blogspot.com/
-SÞG
Tónlist | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.5.2007 | 01:43
Útsending aftur komin upp !
Jæja gott fólk þá er útsendinginn eða útvarpið aftur komið upp og við mælum að sjálfsögðu með að þið hlustið vel á okkur á morgun, því þá verður allt brjálað .. en þá verður sjálf eurovision keppninn um kvöldið og að sjálfsögðu verður stútfull dagskrá hérna á eurovision útvarpinu.
Skemmtuninn byrjar strax á morgun ! vertu með frá byrjun og ekki missa af neinu, stilltu nógu snemma inn :)
Við kynnum dagskránna síðar :)
-SJ
Tónlist | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2007 | 10:27
Netbilun, við erum ekki hættir
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2007 | 21:48
Ísland úr leik ! Hvar endar þetta eiginlega ?
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.5.2007 | 12:33
Niðurtalningin heldur áfram !
Við höldum áfram að telja niður ! Sússi verður í loftinu frá 12 - 2, Sverrir frá 14 - 15 þar sem hann fer yfir veðbankana ofl. Siggi frá 15-16 og fer yfir lögin og flytjendurnar í kvöld ! Hlustaðu ! Þú getur gret það með að smella hér til hliðar !
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2007 | 10:12
Við erum byrjuð að telja niður ! Morgunþátturin í loftinu núna frá 10
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.5.2007 | 17:00
Myndir: Myndaveisla frá æfingum Eurovision, SJÁIÐ SVIÐIÐ !!!
Nú í dag hafa farið fram loka æfingar, fyrir utan rennslið sem verður á morgun með fullum sal. Við hér á Esc.blog.is höfum fengið enstakar myndir sendar sem sýna sviðið og nokkur atriði mjög vel. Myndir eru teknar út í sal, þar sem sérst vel yfir. Við völdum nokkur flottustu atriðin til að sýna ykkur. Fyrstu myndirnar eru af opnunar atriðinu. Sjáið hvað sviðið er flott ! Örugglega eitt það flottasta frá upphafi.
Myndaveisla frá hina frábæra opnunaratriði
Eiríkur Hauksson á sviði
Finnland
Framlag Breta í ár gerist á flugvelli og í flugvél
Ágætis yfirlitsmynd yfir sviðið, þarna eru Frakkar að spila
Það er Sirkus hjá Þýskalandi í ár, sviðið skartar sínu glæsilegasta þarna !
The Ark frá Svíðþjóð eru með villta sviðsframkomu í ár
Glæsileg sviðsmynda hjá DQ frá Danmörku
Allt að gerast hjá "hinni" dragdrottningunni ! Úkraína með sérstakt lag í ár !
Skemmtilega balknesk sviðsframkoma hjá Armeníu. Gamli Eurovsiontíminn rifjaður upp þarna.
Svona lítur þetta út, þó er nóg að öðrum flottum atriðum eftir !
Við teljum niður á morgun, fylgstu með !
Tónlist | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2007 | 15:12
Fréttir: Eiríkur þykir kynþokkafullur !
Eins og venjulega heyrast jákvæðar og bjartsýnar fréttir af keppendum okkar í Eurovision, það er undantekning í ár. Flutningur Eiríks Haukssonar þykir hrífandi en það eru kyntöfrar hans sem helst eru til umræðu í tengslum við framlag Íslendinga.
Kynþokki Eiríks Haukssonar er mikið til umræðu meðal fjölmiðla- og áhugafólks á Evróvisjón í Helsinki. Það er alltof mikið af einhverjum píslum þarna, Íslendingurinn er eini sem geislar af alvöru karlmennsku á sviðinu. Slíkt hefur lengi vantað," varð Ninu Talmén, finnskri blaðakonu, að orði í samræðum blaðamanna og áhugamanna um keppendur í fjölmiðlahöll keppninnar. Undir þau orð tóku aðrir heilshugar undir og kinkuðu kolli til samþykkis. Ein kona lét sér það þó ekki nægja heldur æpti upp yfir sig á ensku með sænskum hreim. Já, hann er svo ótrúlega sexy."
Nú skulum við vona að Eiki verði nógu sexy fyrir Evrópu og komist áfram á morgun !
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2007 | 13:20
Fréttir: Ukraína talin sigurstanglegust !
Flestir kunna að raula lagið þeirra Dancing Lasha Tumbai og dilla sér eins og dragdrottningin í álklæðunum Verka Serduchka. Meira segja þeir sem þola ekki lagið spá því orðið sigri vegna þeirrar athygli sem það fær.
Úkraína notar sér þá arfleifð sem Íslendingar skyldu eftir með Silvíu Nótt. Fólk þolir orðið meira sprell eftir að hún gerði allt vitlaust í Grikklandi," sagði Martti Immonen, einn fremsti Evróvisjónspekingur Finna þegar hann var spurður álits á því hvaða lið væri sigurstranglegast. Hann kvaðst mjög ánægður með þær breytingar sem Silvía gerði en segir líklegt að ef jafn undarlegt lag og það úkraínska vinni nú, á eftir latex skrímslunum í Lordi, eigi einhverjum eftir að finnast sem keppnin sé komin út í of mikla vitleysu.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)